Það sem Konfúsíus sagði meira um leiðir til hamingjunnar
Styrkt hjarta og styrkur hugur hjálpar okkur til að komast yfir þá eftirsjá sem við hljótum að mæta og skissurnar sem við komumst ekki hjá að gera í lífinu. Hver dagur verður endurfæðing og þú sýnir öðru fólki hvernig á að njóta lífsins. Ef við erum skýr í hugsun og rausnarleg, hreinskilin og hugrökk er trúlegt að við hljótum margskonar ávinning sem við áttum ekki von á og finnum velvild í garð okkar.
Blíðar kveðjur, Auður Eir