Hljómsveitin Eva kemur og talar á námskeiði Kvennakirkjunnar

Í dag 23. október kl. 16:30 koma Sigga og Vala úr hljómsveitinni Evu á námskeið Kvennakirkjunnar í Þingholtsstrætið. Þær héldu nýlega glæðingamessu, þar sem þær fóru nýjar leiðir í helgihaldi og héldu óhefðbundna messu í Langholtskirkju. Þær koma og ræða við okkur um gjörninginn og trúna. Einstaklega spennandi samræður. Þú ert velkomin !

By |23 október 2017 8:58|Fréttir|

Trúboð

Það er talað um tregðu fólks til að sækja kirkju. Og beina andstöðu við kristna trú. Og skeytingarleysi. Kirkjufólkið spyr hvert annað hvað við eigum til bragðs að taka. Ég veit að í útlendum kirkjum eru haldnar ráðstefnur til að tala saman um það hvað sé hægt að gera til að fá fólktil að koma.

Ég hef mína skoðun á málinu og hef haft hana lengi. Ég veit ekki hvortþú ert sammála og það er ekkert víst. En hún er svona:

Fólk ræður hvað það hugsar og segir og hvert það fer til að sækja sér gleði og uppörvun eða huggun og ráð eða hvað sem það leitar að. Ég þarf að undirbúa það sem ég ætla að segja með frásögu úr kirkjunni.

Þegar Lúter fór að predika varð vakning. En bara hundrað árum seinna var kirkjan sigin í deyfð og sinnuleysi. Þá var prestur í Strassborg sem hét Filip Jakob Spener, Hann velti því fyrir sér hvernig væri hægt að  fá fólk til að koma. Honum datt í hug að safna þeim saman sem höfðu  áhuga svo að þau gætu beðið saman og lesið Biblíuna og talað um trú sína. Hann gerði það og brátt hófst ný vakning með nýjum áhuga og gleði.

Ég held við ættum að hafa þetta ráð og það muni takast eins og þá. Þess vegna held ég að við skulum halda áfram að halda saman í trú okkar,  hittast eins og við getum, en biðja líka hver fyrir sig og lesa Orðið og lifa í glaðlegri trú okkar. Það eru margir hópar í kirkjunni eins og hópur okkar í Kvennakirkjunni. Þeir eru allir uppspretta kristinnar trúar sem umfaðmar og styrkir og gleður. Ég held að þessir góðu og yndislegu hópar séu besta leiðin […]

By |13 október 2017 18:09|Dagleg trú|

Bænadjass Kvennakirkjunnar í Laugarneskirkju

Næsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður Bænadjass í Laugarneskirkju 15. október kl. 20:00. Aðalheiður, Anna Sigga og við allar flytjum saman bænamessu með djassívafi. Drekkum kaffi á eftir í safnaðarheimilinu og þær sem sjá sér fært að færa okkur góðgæti fá alúðarþakkir. Verið öll hjartanlega velkomin !

By |11 október 2017 23:41|Fréttir|

Námskeiðin halda áfram – syndin er næst !

Mánudagsnámskeið Kvennakirkjunnar halda áfram í Þingholtsstrætinu kl. 16:30. Næstkomandi mánudag, 2. október kemur Dr. Arnfríður Guðmundsdóttir til okkar og ræðir við okkur um Syndina.  Þú ert velkomin!

By |27 september 2017 18:39|Fréttir, Óflokkað|

Guð eldar mat

GUÐ ELDAR MAT

Það er oft sagt frá því í Biblíunni að Guð eldaði handa fólki sínu.Hún eldaði kjúklinga og bakaði vöfflur handa þeim sem voru á langri göngunni frá Egyptalandi til Ísrael. 16. kafli í Annarri Mósebók

Hún bakaði brauð handa Elía þegar hann var skjálfandi af ótta inni í hellinum á fjallinu. 19. kafli í Fyrri Konungabók

Jesús bakaði brauð og steikti fisk hans vinkonum sínum og vinum og gaf þeim morgunkaffi við Galíleuvatnið eftir að hann var upprisinn. 21. afli í Jóhannesarguðspjalli

 

By |20 september 2017 21:28|Dagleg trú|

Námskeið Kvennakirkjunnar heldur áfram

Næsta mánudag, 25. september kl. 16:30 heldur námskeið Kvennakirkjunnar áfram. Þá mun sr. Agnes Sigurðardóttir koma og ræða við okkur um grundvöll trúar okkar og kvennaguðfræði. Námskeiðin eru haldin í húsakynnum Kvennakirkjunnar í Þingholtsstræti 17 og þangað eru þau öll sem áhuga hafa velkomin !

By |20 september 2017 19:10|Fréttir|

Kvennakirkjan byrjar námskeið haustsins

Fyrsta námskeið Kvennakirkjunnar í vetur verður mánudaginn 18. september kl. 16:30 til 19:00.  Til jóla ætlum við að tala um grundvallaratriði guðfræðinnar. Komdu endilega með þínar eigin spurningar og við svörum þeim saman.

Það er nauðsynlegt fyrir okkur að þekkja okkar eigin kristnu guðfræði og ræða hana og skilja eins og við mögulega getum.

Margar af kvenprestum þjóðkirkjunnar eru í Kvennakirkjunni og þær koma til okkar eftir því sem þær geta.

Verum allar innilega velkomnar, njótum samverunnar og förum heim með gleðina sem við gefum hver annarri.

By |13 september 2017 21:27|Fréttir|

Gleðilegt haust

Nú förum við aftur að sjást og heyrast jafnt og þétt og mikið er það gaman.  Ég er nú nokkrum dögum fyrir fyrstu messuna okkar í fjöllunum í Sviss.  Mér finnst við hátt uppi en Yrsa sem er prestur hérna segir að þetta séu bara kallaðar hæðir því fjöllin séu svo  miklu miklu hærri.  Hér liggja bækur á borðum,  samlede værker Dorothee Solle sem við höfum lesið svo mikið eftir og líka ensk bók með frásögum um Guð sem tekur sér ýmislegt fyrir hendur eins og við gerum sjálfar.  Eitt kvöldið sýður hún sér skál af núðlum enveit ekki alveg hvað þær þurfa að sjóða heppnast.  Hún vildi borða með einhverjum og hefuraldrei haft gaman af að borða ein.  En það er ekkert þak á húsinu svo hún horfir upp til stjarnanna og það er verulega flott.

Það er eins og við segjum líka sjálfar:  Við drekkum morgunkaffi með Guði.  Og borðum endilega með henni.  Henni finnst miklu skemmtlegra þegar hún hefur okkur hinu megin við borðið.  Og bráðum verða stjörnur á himninum í kvöldmatnum og haustið faðmar okkur að sér.

Blíðar kveðjur,  Auður

By |13 september 2017 21:23|Dagleg trú|

Fyrsta guðþjónusta vetrarins í Lágafellskirkju, Mosfellsbæ

Fyrsta guðþjónusta vetrarstarfs Kvennakirkjunnar verður að þessu sinni í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ 10. september kl. 20:00. Séra Auður og Séra Arndís  sjá um messuna og sú síðarnefnda prédikar. Söngkonan Þórunn Guðmundsdóttir syngur einsöng. Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir tónlistina og kvennakirkjunkonur syngja. Svo verður kaffisamsæti í skrúðhúsi kirkjunnar að messunni lokinni. Þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti  fá alúðarþakkir.   Þetta verður yndisleg messa og alveg sérstaklega ef þú kemur.

By |6 september 2017 20:39|Fréttir, Óflokkað|

Kvöldguðþjónusta við Kjarlvalstaði 19. júní kl. 20.00

Kvöldguðþjónusta verður við Kjarvalsstaði 19. júní kl. 20. Kvennakirkjan heldur guðþjónustuna í samvinnu við Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar.  Aðalheiður Þorsteinsdóttir og kór Kvennakirkjunnar annast guðþjónustuna með séra Arndísi G., Bernhardsdóttur Linn og Elísabetu Þorgeirsdóttur.  Ragnhildur Ásgeirsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir syngja.  Ásdís Þórðardóttir leikur á trompet.

Alexandra Chernyskova óperuaöngkona frumflytur sálm  Hallveigar Thorlacius og Láru Bryndísar Eggertsdóttur. Fjölbreytt guðþjónusta í bjartri kvöldkyrrðinni.

By |15 júní 2017 16:36|Fréttir|