Meyjarnar tíu

Elizabeth Cady Stanton var frumkvöðull kvennabaráttunar og stofnaði fyrstu kvenfrelsissamtök Bandaríkjanna árið 1848 með vinkonu sinni Lucretiu Mott sem vr prestur kvekara.   Þegar Elizabeth um var um áttrætt gaf hún út Kvennabiblíuna með konum sem höfðu menntast stórlega í nýjum möguleikum kvenna.  Þær endurþýddu og endurskýrðu kafla um konur í Biblíunni til að gá hvað væri raunverulega sagt þar um konur.

Í Kvennabiblíunni er meðal annars skýring  á  dæmisögunni um meyjarnar tíu í 25. kafla Matteusarguðspjalls.  Elizabeth lýsir hinum óhyggnu meyjum sem miklum kjarkkonum.  Einar um miðnættið standa þær útilokaðar í myrkrinu og verða af veislunni miklu sem þær ætluðu til.  Þær höfðu ekki útbúið sig eins og þær áttu að gera en þær tóku ábyrgðina á því.  Vitru stúlkurnar höfðu útbúið sig og nutu framtaksseminnar.

Sagan um meyjarnar tíu er um tíu ungar konur  sem voru allar boðnar í brúðkaup.  Veislan átti að byrja einhvern tíma um kvöldið og allar stúlkurnar svo dauðþreyttar steinsofnuðu meðan þær biðu.  Þær vöknuðu við útkallið og þá var komið miðnætti.  Myrkrið var skollið á og fimm þeirra sáu sér til skelfingar að það var slokknað á lömpunum þeirra og þær höfðu ekki tekið með sér neina olíu.  Þær stóðu bjargarlausar í myrkrinu og eina ráðið var að biðja hinar fimm um hjálp, en þær höfðu tekið olíu með.  Þá verðum við allar olíulausar, sögðu þær.   Þið verðið bara að drífa ykkur í búðina.  Og stúlkurnar fimm fóru til að kaupa.  En  þegar þær komu að veislusalnum var búið að loka.  Þær misstu af sameiginlegri göngunni í veisluna og svo af veislunni sjálfri.  Það var trúlega af því að þær höfðu verið að snúast í að setja olíu á lampana hjá mönnunum i fjölskyldum sínum, feðrum, bræðrum og frændum […]

By |23 júní 2018 16:08|Dagleg trú|

Guðþjónusta við Kjarvalstaði á kvenréttindadaginn 19. júní

Kvennakirkjan, Kvenréttindafélag Íslands og Kvenfélagasamband Íslands halda guðþjónustu við Kjarlvalsstaði 19. júní klukkan 20

Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar, Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söng og Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng.

By |17 júní 2018 15:45|Fréttir|

Gleðilega sumardaga

Gleðilega sumardaga

Við sendum hver annarri allar saman einlægar óskir um gleðilega og góða sumardaga í birtu daga og nátta.  Njótum nú lífsins eins og við mögulega getum og þökkum Guði vinkonu okkar fyrir hverja stund gleðinnar og felum henni eins og alltaf þær stundanna þegar skyggir í lofti í huga okkar og umhverfi.  Það birtir alltaf aftur.
Treystum Guði.

By |8 maí 2018 17:18|Dagleg trú|

Guðþjónusta í Garðakirkju 13. maí kl. 20:00

Guðþjónusta verður í Garðakirkju á Álftanesi sunnudagskvöldið 13. maí kl. 20.  Séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir predikar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir og Anna Sigríður Helgadóttir sjá um stundarkorn í hvíld og hvatningu
með sálmum, sögum og bænum. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir leiðir þakkir fyrir fyrirgefningu

Kaffi í Króki. Þær sem sjá sér fært að færa góðgerðir fá alúðarþakkkir

By |8 maí 2018 16:40|Fréttir|

Fermingar í Kvennakirkjunni

Fermingar í Kvennakirkjunni

Þrjár stúlkur fermast á vegum Kvennakirkjunnar í vor.  Þær hafa  verið á okkar vegum í vetur og fengið fræðslu og eru allar tilbúnar til fermingarinnar.   Þær heita Þóra Björg Stefánsdóttir, Unda Brauna og Sigrún Björgvinsdóttir.  Það hefur verið mikil gleði að vera með þeim í vetur og við biðjum Guð að geyma þærog vitum að það verður henni enn meiri gleði en okkur.

By |15 apríl 2018 21:50|Fréttir|

Vegurinn heiman er vegurinn heim

Vegurinn heiman er vegurinn heim

Við ætlum í messunni næst að tala um Emmausfarana, þau sem fóru síðdegis á páskadag niðurbrotin heim til sín frá  Jerúsalem og gátu ekki ennþá gert sér það ljóst að Jesús  var upprisinn.  Þá kom ókunnur maður og lét sem hann vissi ekki hvað þau töluðu um.  Þau sögðu honum að allar vonir þeirra um Jesúm væru brostnar því hann var dáinn.  Þau buðu honum að borða og gista því það var orðið framorðið.  Og þegar hann braut brauðið við kvöldverðarborðið og rétti þeim sáu þau að það var hann.  Og þótt það væri framorðið hlupu þau til baka til Jerúsalem til að segja hinum.

Við ætlum svo að tala um kirkjuna okkar þar sem svo margt fólk segist ekki kæra sig um að vera lengur og kirkjan geti bara sjálf kennt sér um að þau fari.  Þau verða bara að fara, held ég.   En þau ættu ekki að gera það.  Þau ættu að hugsa málið og sjá að kristin trú er undirstaða þeirra góðu gilda sem eru í heiðri.  Hún er grundvöllur þeirra sem vilja.

En við sem látum okkur ekki detta í hug að það væri kirkjunni að kenna ef við færum, það væri bara sjálfum okkar að kenna, hugsum saman:  Við sláum vörð um kirkjuna eins og hún hefur  slegið vörð um okkur.  Hún sagði okkur frá Jesú.

Kvennakirkjan er sjálfstæður hópur innan þjóðkirkjunnar og stendur þar með hópunum mörgu, öllum söfnuðunum og öllum hinum sjálfstæðu hópunum innan og utan þjóðkirkjunnar.  Þar er alls staðar annast um allt það fólk sem er þar og gildin sem við eigum öll saman.

Blíðar kveðjur.  Auður

By |12 apríl 2018 18:48|Dagleg trú|

Guðþjónusta í Langholtskirkju 15. apríl

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður sunnudaginn 15. apríl klukkan 20
Ferðin frá gröf Jesú og kirkju hans og aftur heim

Sitjum saman við borð í safnaðarheimilinu  lesum og syngjum og biðjum saman og spjöllum yfir kaffinu og kökusneiðunum

Anna Sigríður Helgadóttir syngur og  Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar öllum söng

Aldeilis velkomnar eins og alltaf – alltaf prýði að ykkur

By |11 apríl 2018 21:34|Fréttir|

Námskeið Kvennakirkjunnar næstu tvo mánudaga

Námskeið Kvennakirkjunnar halda áfram og Mánudaginn 9. apríl talar Klara Bragadóttir sáfræðingur um þau miklu áhrif sem góðar tengingar við gott fólk hafa á heilsu okkar Mánudaginn 16. apríl talar Elín Sigrún Jónsdóttir lögfræðingur um Ég líka byltinguna hérlendis.  Námskeiðin eru í Þingholtsstræti 17 frá klukkan hálf fimm til sex síðdegis. Hlustumm, lærum, spyrjum og spjöllum og fáum kaffi og súkkulaði

 

By |3 apríl 2018 15:12|Fréttir|

Hulda Hrönn M. Helgadóttir kemur til starfa hjá Kvennakirkjunni

Séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir fæddist í Reykjavík 6. júni 1961.  Hún tók stúdentspróf frá Menntaskólanum við Sund 1981 og guðfræðipróf frá Háskóla Íslands 1987.  Hún vígðist til  Hríseyjarprestakalls sama ár, 5. júllí 1987.  Hún starfaðii þar til ársins  2014 þegar hún varð héraðsprestur í Kjalarnesprófastsdæmi  en er nú orðin prestur Kvennakirkjunnar með verkefni hér og víðar í þjóðkirkjunni.

Árið 1995 – 6 nam Hulda kennimannlega guðfræði með sérnám í sjúkrahúsprestþjónustu í Edinborg í Skotlandi og var í starfsnámi í söfnuði skosk anglikönsku kirkjunnar og við sjúkrahús þar.

Hún heffur gegnt fjölmörgum störfum á kristilegu sviði.  Hún var formaður Félags guðfræðinema og ritstjóri Orðsins, blaðs guðfræðinema. Hún var í stjórn ýmissa félaga og meðal annarra starfa var hún í undirbúninsnefnd Kristnitökuafmælisins  árið 2000.  Hún var með öðrum kvennaguðfræðingum hér í Samstarfshópi um kvennaguðfræði og vann þar að starfi Kvennaáratugs kirkna.  Hún hefur sótt mót kvennaguðfræðinga úti um heim og hitt margar af þeim kvennaguðfræðingum sem við lásum bækur eftir í Kvennakirkjunni.  Hulda var í 16 ár í Héraðsnefnd Eyjafjarðarprófastsdæmis og hefur þjónaði sem settur prófastur.

Biskup Íslands séra Agnes M. Sigurðardóttir hefur falið séra Huldu að starfa sem einn af þremur prestum Kvennakirkjunnar.  Hún mun taka þátt í öllu starfi okkar og taka að sér störf fyrir okkur og alla þjóðkirkjuna sem lúta að starfi gegn ofbeldi í garð kvenna.

Við allar bjóðum séra Huldu innilega velkomna sem prest Kvennakirkjunnar.  Það er gott að fá hana í hópinn.

Séra Hulda fékk við vígslu sína vígslubréf og erindisbréf frá biskupi og starfar samkvæmt því og samkvæmt því samkomulagi sem biskup hefur gert við hana og okkur um starfið í Kvennakirkjunni.

Kirkjan biður okkur nú við upphaf starfs hennar með okkur að minnast orða postulans:

Við biðjum ykkur systur og bræður að sýna þeim […]

By |28 mars 2018 10:49|Fréttir|

Guðþjónusta færð í Hallgrímskirkju 18. mars

Áðurauglýst messa Sunnudaginn 18. mars klukkan 20 sem átti að vera í Langholtskirkju  verður í Hallgrímskirkju. Öll dagskrán verður eins,  við sitjum til borðs við veitingar  og samtal,  biðjum saman og heyrum orð Guðs í predikun og sálmum og eigum samfélag um kvöldmátíð Jesú.  Séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir predikar og verður boðin velkomin til starfa.  Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar undir sálma og Ragnhildur Ásgeirsdóttir syngur fyrir okkur.  Komum með veitingar sem eigum gott með það og njótum saman og gleðjumst.  Innilega velkomnar.  Okkur verður öllum fagnað af öllu hjarta. Göngum inn barkdyramegin að sunnan – hægra megin þegar er staðið fyrir framan kirkjuna

By |14 mars 2018 15:34|Fréttir|