About Arndis

This author has not yet filled in any details.
So far has created 454 blog entries.

Námskeiðin í Kvennakirkjunni

Mánudaginn 18. nóvember sagði Auður frá Kvennaguðfræði múslímskra kvenna. Hún sagði frá bók eftir tvo kvennaguðfræðinga

múslíma sem kom út 2016.  Múslímskar konur fá æ meiri réttindi og færri og færri nota slæðuna.  Fjölkvæni er leyft í íslam því  Múhameð átti margar konur.  En hvorki umskurn kvenna né heiðursmorð eru frá Kóraninum.

Mánudagskvöldið 25. nóvember sagði Auður frá bók eftir ameríska predikarann Joyce Meier sem sést í sjónvarpi Ómega.  Bókin kom út 2018 og heitir Healing the Soul of a Woman.  Joyce Meier segir frá því hvernig Jesús Kristur tók hana að sér þjáða og reiða og gerði hana heila og sterka.

Námskeiðin eru alltaf í stofum okkar í Þingholtsstræti 17 frá klukkan 16.30 til 18 Næsta verður mánudaginn 2. desember

By |29 nóvember 2019 19:43|Fréttir|

Boðberar

Boðberar

Það rennur upp fyrir mér ljós,

svo skært að mér liggur við blindu.

Það voru konur sem fluttu fyrstar fréttirnar

á páskum

ótrúlegar fréttir.

Það voru konur,

sem skunduðu til að hitta vinkonur og vini Jesú

og andstuttar, forviða,

létu mestu orðin falla:

Hann lifir.

Hugsum okkur,

hvað, ef konur hefðu þagað?

Marta Wilhelmsson

By |26 nóvember 2019 19:37|Dagleg trú|

Guðþjónusta í Þingholtsstræti 17

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í Þingholtsstræti 17, 1. desember kl. 20. Sálmasöngur og aðventuprédikun við kertaljós og kaffi. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söngnum og Kvennakirkjukonur tala saman um hvað þeim finnst vænst um í kristinni trú. Mikið verður gaman og meira gaman ef þú kemur.

By |26 nóvember 2019 19:35|Fréttir|

Bænin

Enn og aftur er talað um þungann af angistinni.  Það er von.  Kvíðinn er alltaf
nálægur fyrr og síðar þótt misjafnlega mikið sé talað um hann.   Eins og við
vitum eru Sálmar Biblíunnar að miklu leyti um angistina.  Hjálpaðu mér, Guð,
sagði fólkið.  Komdu og hjálpaðu mér. Jesús talaði um angistina og bauð fólki
 að koma til sín og fá frið.

Boðið stendur alltaf.  En óróin sem vekur angistina hefur ekki horfið.  Ég
ætla ekki að taka ykkur út úr veraldarvafstrinu, sagði Jesús í síðustu
kvöldmáltíðinnni.  En ég ætla að vera þar með ykkur.  Ég ætla að gefa ykkur
frið í heiminum, ekki eins og heimurinn gefur heldur eins og ég einn gef.

Bænin er besta vörnin gegn angistinni.  Við getum orðað angist okkar  við Guð
eða við getum bara farið til Guðs og verið hjá henni.  Ég hef sagt það fyrr,
við getum verið hjá Guði eins og við vorum einu sinni hjá mömmu okkar eða
pabba eða öðru fólki sem við treystum og vissum að elskaði okkur og myndi
alltaf hjálpa okkur, vernda okkur og uppörva okkur.  Það var sama hvað
gerðist, þau myndu aldrei bregðast.

Finnurðu ekki hvað það er alltaf gott að vera með góðu fólki, svo að þið
talaði saman og finnið að þið eigið svo margt saman í lífinu?  Er það ekki
ein af undursamlegum gjöfum Guðs?

Blíðar kveðjur,  Auður

By |13 nóvember 2019 9:13|Dagleg trú|

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í Seltjarnarneskirkju

17. nóvember verður guðþjónusta í Seltjarnarneskirkju kl. 20.  Séra Hulda Hrönn M. Helgadóttir prédidkar. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar sálmasöng. Kaffi og samvera eftir messu. Þær sem sjá sér fært að færa kaffibrauð fá alúðarþakkir

By |13 nóvember 2019 9:09|Fréttir|

Guðþjónusta í Þingholtsstræti 17 sunnudaginn 20. október

Guðþjónusta verður í stofufm okkar í Þingholtsstræti 17 næsta sunnudag, 20. október kl. 20. Prestar Kvennakirkjunnar predika, Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar yndislegum sálmasöng. Við hlustum og syngjum og biðum og tölum saman og drekkum kaffi. Vertu velkomin!

By |16 október 2019 19:45|Fréttir|

Fyrsta konan vígð til Lúthersku kirkjunnar í Jódaníu

Á sunnudaginn 29. september vígist Dr. Maria Leppäkari framkvæmdastýra Sænsku guðfræðistofnuninnar í Ísrael til prestsembættis hjá Lúthersku kirkjunni í Jórdaníu og landinu helga.   Þetta eru tímamót í sögu kirkjunnar því hún verður fyrst kvenna til að vígast til kirkjunnar.

Þennan sama dag fyrir 45 árum vígðist sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir til Staðarprestakalls í Súgandafirði og verður þess minnst í guðsþjónustu Kvennakirkjunnar sunnudagskvöldið 29. sept. kl.20:00 í Neskirkju.  Sjá kvennakirkjan.is.

Nú hafa 100 konur vígst til prestsembættis í Lúthersku Þjóðkirkjunni á Íslandi.

Tímarnir breytast.  Og eins og Dr. Margot Kässmann, sem fyrst kvenna vígðist til biskups í Lúthersku kirkjunni í Hannover árið 1999, komst að orði um höft sem hún m.a. mætti:  «Þar til árið 1977 misstu vígðar konur í Þýskalandi stöðu sína þegar þær giftust.  Í Zambíu var þessu öfugt farið:  Konur gátu ekki vígst nema þær væru giftar.»

Dr. Maria Leppäkari er okkur íslendingum að góðu kunn í gengum starf hennar hjá Sænsku guðfræðistofnuninni.  Hún hefur tekið á móti hópum frá Íslandi, og eins kom hún til landsins í fyrra og hélt fyrirlestur á afmæli Prestafélags Vestfjarða um sáttargjörð en Maria er doktor í trúarlífsfélagsfræði með áherslu á trú, átök og ofbeldi.

Vígslubiskupinn sr. Kristján Björnsson og sr. Hildur Inga Rúnarsdóttir munu fara út til Jerúsalem og taka þátt í athöfninni.  Við óskum söfnuðinum til hamingju með þennan áfanga og biðjum Mariu velfarnaðar í starfi.

By |28 september 2019 19:05|Fréttir|

Hátíðarhöld vegna 45 ára afmælis – Guðþjónusta í Neskirkju

Fyrsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í Neskirkju sunnudaginn 29. september kl. 20:00. Þar verða hátíðarhöld vegna 45 ára afmælis prestvígslu sér Auðar Eir.

Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar og séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn talar
Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar sálmum og Anna Sigríður Helgadóttir syngur

Kvennakirkjan býður veitingar svo nú þurfum við ekki að koma með annað en okkur sjálfar. VErum allar hjartanlega velkomnar.

By |26 september 2019 13:28|Fréttir|

Námskeið til jóla

Við ætlum að tala um kvennaguðfræði.
Við förum yfir kvennaguðfræðina sem við þekkjum og fáum gesti til að spjalla við okkur um þeirra sýn
Eins og alltaf drögum við fleira inn í námskeiðið. Í fyrsta tímanum, mánudaginn 30. september
kemur séra Guðbjörg Jóhannesdóttir í Langholtskirkju. Seinna koma séra Guðrún Karlsdóttir í Grafarvogi og séra Dalla Þórðardóttir í Skagafirði og það koma fleiri.

Námskeiðin eru á mánudöugm frá klukkan hálf fimm til sex í Þingholtsstræti 17.
KOMUM ALLAR SEM GETUM

By |24 september 2019 19:57|Fréttir|

Blíðir dagar haustsins

Guð, þú hefur verið okkur athvarf frá kyni til kyns.
Líka frá ári til árs og mánuði og viku, degi til dags
og klukkutíma og mínútu til mínútu.  Alltaf.

Við sögðum í mánudagssamtali í Þingholtsstræti
að yfirskrift trúar okkar væri traust.  Við treystum.
Við hugsum ekki um Guð allan daginn en við vitum að
hún er alltaf hjá okkur í öllu sem við gerum.  Við
tölum við hana þegar við vöknum og þegar við keyrum
um á daginn og á kvöldin þegar við komum heim. Við
þökkum hennni fyrir að hafa verið með okkur allan
daginn.

Guð er með okkur í þessum mildu haustdögum og
hún var hjá okkur í ótrúlegum sólardögunum.  Í
stóru og smáu.  Séra Kristín Pálsdóttir sagði í
morgunbæninni á mánudaginn að við fyndum það
stóra í því smáa.  Við finnum mikla návist Guðs
í smáum atburðum og augnablikum daganna.

Til hamingju með það.  Til hamingju með þig
sjálfa og vináttu þína og Guðs.

Biðjum hver fyrir annarri.

Blíðar kveðjur,  Auður

By |24 september 2019 19:52|Dagleg trú|