Námskeiðin í Kvennakirkjunni
Mánudaginn 18. nóvember sagði Auður frá Kvennaguðfræði múslímskra kvenna. Hún sagði frá bók eftir tvo kvennaguðfræðinga
múslíma sem kom út 2016. Múslímskar konur fá æ meiri réttindi og færri og færri nota slæðuna. Fjölkvæni er leyft í íslam því Múhameð átti margar konur. En hvorki umskurn kvenna né heiðursmorð eru frá Kóraninum.
Mánudagskvöldið 25. nóvember sagði Auður frá bók eftir ameríska predikarann Joyce Meier sem sést í sjónvarpi Ómega. Bókin kom út 2018 og heitir Healing the Soul of a Woman. Joyce Meier segir frá því hvernig Jesús Kristur tók hana að sér þjáða og reiða og gerði hana heila og sterka.
Námskeiðin eru alltaf í stofum okkar í Þingholtsstræti 17 frá klukkan 16.30 til 18 Næsta verður mánudaginn 2. desember