Við hefjum mánudagssamverunar aftur
Nú byrjum við, góðu vinkonur og mikið er það gaman. Í fyrsta mánudagstímanum, nú mánudaginn 20. september í stofum okkar í Þingholtsstræti 17 – og vertu velkomin og innilega ætlum við að tala um umtalsefni messunnar á sunnudagskveldið kemur. Það er um guðþjónustuna eins og við skrifum um hana í bókinni okkar Göngum í hús Guðs. Við hittumst klukkan 16.30 og hættum klukkan 18. Drekkum kaffi og te og fáum kökur eða eitthvað.
Við skulum spjalla saman og spyrja hver aðra að því sem okkur sýnist um þetta. Mér dettur í hug að spyrja hvað guðþjónustan sé eiginlega. Og hvernig við viljum helst hafa hana. Og hvernig hún gefi okkur sem besta gleði og huggun og hvað sem við þurfum. Komdu endilega og vertu velkomin og komum með spurningar eins og við viljum. Eða bara engar og heyrum hvað við heyrum. Blíðar kveðjur, Auður Eir