About Arndis

This author has not yet filled in any details.
So far has created 454 blog entries.

Slökun og leit að orðum

Marsnámskeiðið okkar verður um slökun og leit að orðum Mánudagskvöldin 16. og 23. mars hittumst við í Þingholtsstræti     klukkan 20 – klukkan 8 um kvöldið. Guðrún Ólafsdóttir tannlæknir kennir okkur slökun, líka að slaka á tungunni og við tölum saman um ný orð í kvennaguðfræði okkar. Fyrra kvöldið tölum við um að kalla Guð vinkonu okkar í staðinn fyrir að tala um föður og son.  Seinna kvöldið tölum við um önnur orð um Heilaga anda.  Hvaða orð getur þú hugsað þér? Þetta verður bráðskemmtilegt og gagnlegt að finna nýjar hugmyndir sem gefa okkur nýja gleði í daglegri trú okkar.

By |14 mars 2015 14:42|Fréttir|

Jóhannesaguðspjall

Jóhannes 5. 31 – 47

Vitnin um Jesúm

Það er nú víða sagt margt fólk sé mun víðsýnna en Jóhannes guðspjallamaður, Jóhannes skírari, konan við brunninn og það fólk allt. Þó það líka væri, er sagt, eitthvað hefur fólk nú lært í aldanna rás og það er langt síðan Jesús og þau öll voru uppi. Því er víða fleygt og staðhæft að Guð hafi hreint ekki komið í Jesú heldur sé Guð alls staðar, í náttúrunni, trúarbrögðum, lífsstíl, hljómlist, kærleika og víðar. Þetta eru stundum heldur rausnarleg orð því sum þau sem eru tilnefnd sem opinberunaraðilar Guðs kæra sig ekkert um það. Hvernig er þetta eiginlega? Í þessum kafla er sagt frá þremur vitnum sem vitna óyggjandi um að Guð hafi komið í Jesú: Jóhannes skírari, verk Jesú, Guð sjálf. Hvernig getum við séð hvernig þetta er? Það sjáum við í trú okkar og aðeins í trú okkar. Þau sem trúa ekki á Jesúm sjá ekki að hann er Guð. Mér finnst það liggja í augum uppi –   nú þegar það er búið að segja mér það. Hvað finnst þér?

Skýringar Kvennakirkjunnar við Jóhannesaguðspjall munu smátt og smátt birtast hér (smellið á línuna)

By |14 mars 2015 12:05|Dagleg trú|

Guð og guðir

Eingyðistrú Gyðinga er athyglisverð. Þjóðirnar á landsvæðunum í kringum land þeirra voru fjölgyðistrúar. Trú þeirra byggði á því að guðirnir væru margir og mismunandi eðlis. Jafnframt voru þeir ekki alvaldir og ekki alvitrir. Þeim gat skjátlast og mörkin milli þeirra og manna voru stundum óljós. Þessir guðir eiga jafnvel börn með mennskum konum, og menn sem skara framúr að afli, vopnfimi eða visku gátu komist í guðatölu. Guðirnir eiga í baráttu við ill öfl sem stundum geta ráðið ferðinni. Átök eru því milli góðs og ills og mennirnir þurfa tilstyrk guðanna í þeirri baráttu.

Úr bæklingi Guðmundar G. Þórarinssonar verkfræðings:

HVER VAR JESÚS Í RAUN OG VERU OG HVERT VAR ERINDI HANS?

By |13 mars 2015 18:34|Dagleg trú|

Jóhannesarguðspjall

Jóhannes 5. 31 – 47

Vitnin um Jesúm

Það er nú víða sagt margt fólk sé mun víðsýnna en Jóhannes guðspjallamaður, Jóhannes skírari, konan við brunninn og það fólk allt. Þó það líka væri, er sagt, eitthvað hefur fólk nú lært í aldanna rás og það er langt síðan Jesús og þau öll voru uppi. Því er víða fleygt og staðhæft að Guð hafi hreint ekki komið í Jesú heldur sé Guð alls staðar, í náttúrunni, trúarbrögðum, lífsstíl, hljómlist, kærleika og víðar. Þetta eru stundum heldur rausnarleg orð því sum þau sem eru tilnefnd sem opinberunaraðilar Guðs kæra sig ekkert um það. Hvernig er þetta eiginlega? Í þessum kafla er sagt frá þremur vitnum sem vitna óyggjandi um að Guð hafi komið í Jesú: Jóhannes skírari, verk Jesú, Guð sjálf. Hvernig getum við séð hvernig þetta er? Það sjáum við í trú okkar og aðeins í trú okkar. Þau sem trúa ekki á Jesúm sjá ekki að hann er Guð. Mér finnst það liggja í augum uppi –   nú þegar það er búið að segja mér það. Hvað finnst þér?

Skýringar Kvennakirkjunnar við Jóhannesaguðspjall munu smátt og smátt birtast hér (smellið á línuna)

By |12 mars 2015 12:03|Dagleg trú|

Og þá er bara að syngja

Séra Björn Halldórsson í Laufási þýddi sálminn númer 38 í sálmabókinni:   Á hendur fel þú honum. Sálmurinn er sneisafullur af huggun og uppörvun.  Þegar ég syng hann heima breyti ég honum svo að hann sé um Guð vinkonu mína.  Það getur vel verið að Gerhardt sem orti hann og Björn sem þýddi hann hefðu ort um Guð vinkonu sína ef þeim hefði bara dottið það í hug.  Alla vega syng ég annað versið svona og þakka þeim skáldunum innilega fyrir sálminn.

Ef vel ég vil mér líði, mín von á Guð sé fest.

Hún styrkir mig í stríði og stjórnar öllu best.

Að sýta sárt og kvíða á sjálfa mig er hrís,

nei, ég skal biðja og bíða, þá blessun Guðs er vís.

 

Blíðar kveðjur,  Auður Eir

By |11 mars 2015 18:12|Dagleg trú|

Jóhannesarguðspjall

Jóhannes 5. 19 – 30

Dómur og upprisa

Jesús svaraði ofsóknum yfirmannanna. Ég er Guð sem er komin, þau sem sjá mig sjá Guð og þau sem trúa því hafa stigið frá dauðanum til lífsins.   Það er vegna þess að ég er Guð sem ég hef vald til að halda dóm. Nú er sjaldnast predikað um dóm. En það er ekki langt síðan dómspredikanir voru miklar. Fólk óttaðist dóminn, óttaðist ógurlega.   Listamenn máluðu stórkostleg málverk um skelfingu dómsins og þau hafa átt þátt í óttanum. Hvers vegna predika fæst okkar um dóminn? Vegna þess að við viljum heldur predika um krossinn sem er predikun um ást Jesú sem var dæmdur í okkar stað og reis upp fyrir okkur. Við viljum predika um þá miklu og gleðilegu ábyrgð okkar allra á því að taka Jesú alvarlega. Hvað finnst þér um það?

Skýringar Kvennakirkjunnar við Jóhannesaguðspjall munu smátt og smátt birtast hér (smellið á línuna)

By |10 mars 2015 11:54|Dagleg trú|

Guðþjónusta í Kirkju óháða safnaðarins

Næsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í kirkju óháða safnaðarins sunnudaginn 15. mars kl. 14:00. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn prédikar. Kór Kvennakirkjunnar syngur og Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir og spilar. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng. Biskup Íslands og erkibiskup Svíþjóðar, þær sr. Agnes Sigurðardóttir og Antje Jackelen  eru sérstakir gestir okkar þennan sunnudaginn. Að guðþjónustunni lokinn er kaffisamsæti í safnaðarsal kirkjunnar, þær sem sjá sér fært að koma með bakkelsi fá alúðarþakkir.

By |9 mars 2015 18:16|Fréttir|

Gæðin við að syngja

Margvíslegu gæðin við að syngja sem ég ætlaði að segja þér frá núna erum til dæmis þessi:  Það styrkir röddina.  Og það er nú ekki lítils virði.  Um daginn hitti ég leikkonu og mundi þá eftir söngkonu sem bauðst til að taka mig í nokkra tíma í raddþjálfun en það varð ekki af því.  Af því mér fannst ég hafa svo mikið að gera að ég yrði að fresta þessu ögn!  Það er ekki öll vitleysan eins.   Nú spurði ég leikkonuna hvort hún vildi taka mig í tvo tíma og hún sagði:  Nei, elskan, ef ég fer að vesenast í þér getur það bara orðið verra.  En þú skalt styrkja magavöðvana og svo skaltu syngja á hverjum degi.  Þá finnurðu jafnvægið sjálf.  Takk innilega hugsaði ég og sagði það líka og fannst til um mig fyrir að geta séð um þetta sjálf.  Ég skila þessu til þín, góða vinkona.  Styrktu magann og syngdu og treystu jafnvæginu sem Guð gefur þér.  Það nær inn í huga þinn og  alveg niður í tær svo að þú heldur áfram að hafa þetta fína göngulag.  Þú ert smart á götu eins og var sagt í Versló.  Af því að Guð gengur við hliðina á þér og gefur þér jafnvægi og elegansa.

Blíðar kveðjur,  Auður Eir

By |9 mars 2015 18:06|Dagleg trú|

Jóhannesarguðspjall

Jóhannesarguðspjall 5. 1-18

Stattu upp

Nú byrja ofsóknirnar. Jesús gefur færi á þeim með því að egna yfirmennina til reiði. Hefðum við nú ráðlagt honum þessa leið? Hann valdi að lækna á hvíldardegi þótt það væri stórsynd. Skyldi hafa verið skynsamlegra að bíða til morgundagsins? Hann ætlaði að gera þetta svona. Hann ætlaði að brjóta hefðirnar sem voru orðnar átrúnaður og segja að það væri hann sjálfur sem gæfi nýtt líf og eilíft líf. Hann fékk líflátshótun í staðinn.  Lækningin var við laugina þar sem fólk beið í biðröðum eftir lækningu. En Jesús sagði umyrðalaust við lamaða manninn sem beið þar í vonleysi: Stattu upp.   Og lamaði maðurinn stóð upp og gekk.

Skýringar Kvennakirkjunnar við Jóhannesaguðspjall munu smátt og smátt birtast hér (smellið á línuna)

By |8 mars 2015 11:50|Dagleg trú|

Syngjum sálm á dag

Það er svo gott að hugsa um alla dagana sem við áttum í jafnvægi, bæði af því að ekkert sérstakt truflaði okkur og af því að við réðum við það sem hefði annars truflað.  Rifjum það upp og syngjum lofgerðarsöng.  Við getum til dæmis sungið í dag  Ég vil ljóða um Drottin meðan lifi  eða Ástarfaðir himinhæða.    Ég segi það dagsatt að það er undursamlegt að syngja sálma.  Þegar við hittumst og eins einar með sjálfum okkur.  Það styrkir trú okkar stórkostlega og gleður okkur og gerir okkur enn fallegri og skemmtilegri.  Þó varla sé á það bætandi.  Syngjum samt og syngjum endilega og ég skal segja þér næst að það hefur margvísleg gæði.

Blíðar kveðjur,  Auður Eir

By |7 mars 2015 18:02|Dagleg trú|