Við höfum áhrif
Finnst þér það obbolítil kúnst að eiga að sjá bæði vonsku heimsins og gæsku og sjá hvað við getum gert í málinu? Mér finnst það. Ég er að reyna að gera mér grein fyrir þessu og kannski gerir þú það líka. Ég hitti hana Siggu um daginn, en við kynntumst fyrir áratugum og höfum farið sitt hvora leiðina en alltaf hist og talast við. Eftir sitt hvorn veginn finnst okkur báðum að eitthvað sé rammvitlaust í veröldinni og hér hjá okkur. Við komum okkur saman um að vera ekki að láta það eyðileggja dagana að reyna að ráða við það sem við höfum engin áhrif á. Við skyldum frekar njóta allra gæðanna sem við eigum og láta það gera dagana litríka og yndislega eins og við gætum. Þá værum við líklegar til að hafa ýmisleg góð áhrif þar sem við getum. Við treystum Guði til að vera okkur innan handar við það. Ertu með?
Blíðar kveðjur, Auður Eir