Aðventuguðþjónusta í Grensáskirkju
Aðventuguðþjónusta í Grensáskirkju
Sunnudagskvöldið 12. desember kl. 20.00 verður aðventuguðþjónusta Kvennakirkjunnar í Grensáskirkju. Séra Dalla Þórðardóttir á Miklabæ flytur okkur hugvekju og við
syngjum um eftirvæntinguna og hlustum í kyrrð og friði á hljómlist Önnu Siggur Elínar Þallar og Ragnheiðar Ragnars. Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söngnum. Drekkum kaffi og tölum saman í gleði hjarta okkar. Verum innilega velkomnar hver til annarrar.