About Arndis

This author has not yet filled in any details.
So far has created 454 blog entries.

Það skiptir mestu að við trúum Guði – henni sem sagðist hafa komið í Jesú

Það skiptir mestu að við treystsum Guði fyrir öllu sem við erum, öllu sem við hugsun og finnum.  Af því að   Guð er raunveruleiki allrar veraldarinnar og alls lífs okkar sjálfra.  Hún kom og var Jesús. Við skulum trúa því.  Það skiptir öllu hverju við trúum svo að við getum hugsað bitastæðar hugsanir.  Guð kom til okkar.  Hún var Jesús.  Það er hann sem segir kom til mín og krossinn tekur vegna þín og ljær þér bjarta sólarsýn.  Þótt engin okkar tryði því og ekki nokkur manneskja nokkurs staðar í margbreytilegum heiminum þá væri það samt raunveruleiki veraldarinnar núna eins og alltaf.  En óteljandi manneskjur trúa því og hafa trúað því og munu trúa því.  Við erum í hópnum.  Eða hvað segir þú fyrir þig?

Blíðar kveðjur,  Auður Eir

By |15 apríl 2015 21:55|Dagleg trú|

Upprisan er fullnaðarsigur

Upprisan  er fullnaðarsigur yfir dauða og illum öflum. Það allt er að baki. Angarnir eru vissulega hér og hvar, svona eins og njólinn. Hann er lífsseigur og ekki má undan líta. Hið illa er enn  á meðal okkar, er auður krossinn segir hátt og skýrt: Það eru síðustu fjörbrotin, það er á undanhaldi, máttur Krists og ást hans hafa náð undirtökunum.

Ást hans til okkar og löngun hans til að gefa okkur góða líðan er nútíð okkar og framtíð.

Páskar eru ný byrjun.

Með bestu kveðjum,  Dalla Þórðardóttir

By |15 apríl 2015 18:40|Dagleg trú|

Jóhannesarguðspjall

Jóhannes 8. 12 – 30
Ég hef alltaf sagt ykkur hver ég er
Fólkið heldur áfram að hugsa um hann og yfirmennirnir halda áfram að bíða færis til að handtaka hann. Hver ertu?, spurði fólkið. Og Jesús svaraði: Ég hef alltaf sagt ykkur hver ég er. Ég kem frá Guði og ég fer til Guðs og allt sem ég segi er frá Guði. Þegar hann sagði þetta fór margt fólk að trúa á hann.

Skýringar Kvennakirkjunnar við Jóhannesaguðspjall munu smátt og smátt birtast hér (smellið á línuna)

By |14 apríl 2015 22:28|Dagleg trú|

Og svo brjótum við eggið

En nú brjótum við eggið, þetta táknræna og fullkomna form.  Brjótum það til þess að komast að málshættinum.  Og jafnvel þar gegnir eggið hlutverki sínu. Það gefur upp form sitt. Raunverulegt egg er brotið til þess að unginn geti byrjað sitt eiginlega líf og við brjótum súkkulaði eggið, því að óbrotið verður það engum til gleði.  Eyðilegging verður til lífs.  Lífið sigrar og hefur tilgang.  Þetta gerðist páskamorguninn fyrsta. Jesús dó en hann gaf lif og hann gaf von.

 

Með bestu kveðjum  Dalla Þórðardóttir

By |14 apríl 2015 18:39|Dagleg trú|

Páskaeggið er tákn um endalausa ást Guðs

Eggið felur í sér mörg tákn. Páskaeggið er sporöskjulaga, við getum látið fingurna renna hring eftir hring, það veltur eftir borðinu og rekur sig aldrei á kant , þar er hvorki upphaf né endir. Eggið táknar endalausa ást, endalausa gleði. Það táknar tryggð sem gefst ekki upp. Sama táknmálið á við um hringinn, þann hring sem hjón draga á fingur hvort öðru. Sá hringur og formið minnir á þá ást sem vonar og fyrirgefur. Eins er með eggið. Það minnir á Guð sem alltaf hefur trú á þér.

Með bestu kveðjum,  Dalla Þórðardóttir

By |13 apríl 2015 18:35|Dagleg trú|

Jóhannesarguðspjall

Jóhannes 8. 1 – 11
Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum
Jesús lét sér ekki bregða. Hann fór til Olíufjallsins, líklega til að biðja. Svo kom hann snemma inn í borgina og hélt áfram að tala við þau sem söfnuðust í kringum hann og þau voru mörg. Þetta er hinn frægi kafli um konuna sem yfirmennirnir komu með til hans til að fá hann til að dæma hana fyrir siðferðisbrot eftir lögmálinu. Hann gæti ekki snúið sig út úr þessu en þeir gætu ákært hann hvernig sem hann brygðist við. En þeir gátu það ekki. Því hann sagði þessi gullnu orð: Sá ykkar sem syndlaus er kasti fyrstur steini á hana. Þeir fór burt einn af öðrum. En Jesús talaði við konuna. Ég sakfelli þig ekki. Þú getur tekið upp nýtt líf, gerðu það.

Skýringar Kvennakirkjunnar við Jóhannesaguðspjall munu smátt og smátt birtast hér (smellið á línuna)

By |12 apríl 2015 22:26|Dagleg trú|

Vondi og góði heimurinn

Í framhaldi þess sem ég sagði síðast um vonda og góða heiminn sting ég upp á sálmi Kristjáns frá Djúpalæk í dag. Hann er við sálmalagið: Ó, hversu sæll er hópur sá er herrann kannast við. En það má líka syngja hann við lagið Amazing Grace. Alveg prýðilegt. Við endurtökum lagið í seinni hlutanum þótt það passi ekki alveg í annarri línunnni þar. Syngjum sálm á dag !

Vort líf er oft svo örðug för
og andar kalt í fang.
Og margur viti villuljós
og veikum þungt um gang.
En Kristur segir: Kom til mín
og krossinn tekur vegna þín.
Hann ljær þér bjarta sólarsýn,
þótt syrti´ um jarðarveg.

Blíðar kveðjur, Auður Eir

By |11 apríl 2015 21:53|Dagleg trú|

Jóhannesarguðspjall

Jóhannes 7. 45 – 53
Aldrei hefur nokkur maður talað svona
Valdamennirnir voru staðráðnir í að handtaka hann og ganga frá honum. En þeir sem áttu að sækja hann og koma með hann til yfirvaldanna urðu svo hugfangnir af honum að þeir gátu ekki handtekið hann. Þið ætlið þó ekki að verða eins og almúginn sem þekkir ekkert í trúnni?, sögðu yfirmennirnir. Þá steig Nikódemus fram, hann sem einu sinni hafði heimsótti Jesúm í leyni og seinna hjálpaði konunum til að leggja hann til grafar. Þetta gengur ekki, sagði hann, við getum ekki dæmt án þess að yfirheyra fyrst.

Skýringar Kvennakirkjunnar við Jóhannesaguðspjall munu smátt og smátt birtast hér (smellið á línuna)

By |10 apríl 2015 22:25|Dagleg trú|

Vondi og góði heimurinn

Í framhaldi þess sem ég sagði síðast um vonda og góða heiminn  sting ég upp á sálmi Kristjáns frá Djúpalæk í dag.  Hann er við sálmalagið:  Ó, hversu sæll er hópur sá er herrann kannast við.    En það má líka syngja hann við lagið Amazing Grace.  Alveg prýðilegt.  Við endurtökum lagið í seinni hlutanum þótt það passi ekki alveg í annarri línunnni þar.   Syngjum sálm á dag !

Vort líf er oft svo örðug för

og andar kalt í fang.

Og margur viti villuljós

og veikum þungt um gang.

En Kristur segir:  Kom til mín

og krossinn tekur vegna þín.

Hann ljær þér bjarta sólarsýn,

þótt syrti´ um jarðarveg.

 

Blíðar kveðjur,  Auður Eir

By |9 apríl 2015 22:05|Dagleg trú|

Næsta messa í Friðrikskapellu

Næsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í Friðrikskapellu, sunnudaginn 12. apríl kl. 14:00. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir leiðir samtal um hversdagsgleði kristinnar trúar.  Syngjum og biðjum.  Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söngnum með kór Kvennakirkjunnar.  Að venju er Kaffisamsæti að athöfninni lokinni. Þær sem koma með meðlæti fá alúðar þakkir.

By |8 apríl 2015 19:38|Fréttir|