Fyrsta messa Kvennakirkjunnar á þessu hausti
Kvennakirkjan heldur fyrstu guðþjónustu haustsins í samstarfi við 40 ára fermingarbörn frá Suðureyri við Súgandafjörð. Guðþjónustan fer fram í Seltjarnarneskirkju sunnudaginn 13. September kl. 20:00. Auður Eir Vilhjálmsdóttir prédikar. Steingerður Þorgilsdóttir syngur djassaða sálma og Aðalheiður Þorsteinsdóttir sér að venju um tónlistina. Kleinukaffi í lok messunnar !