Verum alltaf glaðlegar
Við vitum af langri reynslu hvað það skiptir miklu máli að eiga glaðleg samskipti við sjálfar okkur. Þá verðum við sjálfum okkur og öðrum til blessunar. Við erum mildar og máttugar. Líka hugrakkar og skemmtilegar. Allt af því að við erum vinkonur Guðs. Vertu glaðleg, sagði Jesús. Þess vegna var það skrifað til safnaðanna seinna. Og þess vegna segjum við það hver við aðra: Vertu glaðleg í dag – og sjáðu í kvöldhvort það var ekki gott.
Blíðar kveðjur, Auður Eir