About Arndis

This author has not yet filled in any details.
So far has created 454 blog entries.

Í hvaða töskum berum við gæði lífsins?

Áður en lagt er af stað í ferðalag þarf að huga að ferðatöskunni.Margt er þar í boði, ofurlétt taska, örugg taska, níðsterk. Er nauðsyn að leggja í umhugsun og kostnað þessa vegna? Víst er þénugt að eiga tösku sem er ekki eins og allar hinar með fallegu gíraffamunstri, t.d. Maður er miklu fljótari að sjá svona tösku á bandinu en ef maður á eina af þessum ótal svörtu. Gleðin getur verið skammvinn og fallega taskan kemur furðulöskuð úr fyrstu ferð eftir harkaleg áflog við allar hinar. En er þá ekki svarið að eiga sterka tösku, úr hörðu efni sem stendur af sér pústra? Augu þeirra  sem eru í slíkum hugleiðingum  beinast líklega að Samsonitetöskunni. Hún er sterk.

Hún hlýtur að draga nafn sitt af manni, sem við hét Samson, hann var sterkur og hann var heldur ekki eins og aðrir menn.  Ég segir ykkur af Samson í framhaldssögu í pistlum sem birtast smátt og smátt.   Fylgist með frá byrjun.  Þetta er nefnilega spennusaga.

Bestu kveðjur,  Dalla Þórðardóttir

By |20 mars 2016 21:41|Dagleg trú|

Í mat hjá Guði

Á sprengidaginn fór ég í strætó og tvær framhaldsskólastelpur sátufyrir aftan mig. Ég vona að amma hafi eitthvað fyrir okkur sem borðum ekki baunir, sagði önnur. Hún hefur það alltaf, lambalæri eða eitthvað.

Mér þykir alltaf yndislegt að heyra að fólk á athvarf hvert hjá öðru og margar sögur hef ég heyrt frá ykkur af þeim samverum sem þið haldið.

Það er eitt það allra besta í lífinu að eiga gott fólk að. Svo fór ég að hugsa um ömmuna sem var búin að setja upp pott með saltkjöti og baunum og læri í ofninn, tilbúin til að taka á móti sínu
fólki úr skólum og vinnu.
Og ég fór að hugsa um fólk sem eldar handa mér og fólk sem borðar hjá mér. Og um ömmur yfirleitt og sá mér til gleði og fagnaðar að ég get alltaf verið að koma heim og borða hjá einni ömmu – þegar ég er ekki að borða hjá öðrum – nefnilega sjálfri mér.

Það er algjör lúxus að eiga sjálfar okkur að. Koma til sjálfra okkar og fá þessar líka fínu móttökur. Finnst þér það ekki?

Njótum nú þess sem við gefum sjálfum okkur. Og þökkum fyrir að vera alltaf og ævinlega boðnar í mat til Guðs vinkonu okkar sem einu sinni eldaði kjúklinga og vöfflur handa fólkinu sínu sem
hresstist og blessaðist á göngunni um eyðimörkina.

Blíðar kveðjur, Auður

By |10 mars 2016 20:47|Dagleg trú|

Guðþjónusta í Grensáskirkju

Næsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í Grensáskirkju sunnudaginn 13. mars kl. 14:00. Séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn predikar. Laufey Sigurðardóttir leikur á fiðluVið syngjum yndislega sálma með Aðalheiði Þorsteinsdóttur og kór Kvennakirkjunnarog drekkum kaffi í safnaðarheimilinu. Þær sem geta komið með meðlæti fá alúðarþakkir okkar allra sem njótum þess að sitja saman í kaffinu

By |9 mars 2016 20:38|Fréttir|

Námskeið og umfjöllun um fyrirgefninguna

Mánudagskvöldið 7. mars klukkan hálf fimm í Þingholtsstræti 17 byrjum við nýja röð af námskeiðum.  Við getum komið þau kvöld sem viljum en helst auðvitað öll. Eins og alltaf borgum við hver annarri 1000 kall á kvöldi.

Við ætlum að tala um nýja bók okkar sem verður aðallega um fyrirgefninguna.  Fyrirgefningu Guðs sem hvetur okkur til að fyrirgefa sjálfum okkur. Betri tilboð gefast hvergi.  Hvernig tökum við móti því?  Komum sem getum og hlustum og tölum.  Allar erum við dýrmætar.

By |2 mars 2016 19:48|Fréttir|

Ég leiði ykkur blíðlega til sjálfra ykkar

Jeremía skrifar í 3. versinu í 30. kaflanum: Ég mun leiða þau
aftur til landsins sem ég fékk þeim sem voru á undan þeim og
þau tóku til eignar.

Jeremía talar um landið sen Guð gaf þjóðinni og leiddi hana
gegnum hættur og hörmungar til að komast þangað. Hún brýndi
fyrir fólkinu sínu að taka á móti því í auðmýkt og minnast þess
alltaf að þetta var gjöf sem Guð gaf henni.

Við skulum taka þessi orð til okkar og þakka Guði fyrir það sem
við fengum í arf frá okkar fólki, hæfileika og gæsku, og minnast
þess að þau tókust á við það sem mætti þeim. Það gerum við
líka. Við tökum við gleði lífsins í auðmýkt og þökkum Guði fyrir
að alltaf þegar við missum sjónir af því sem við erum leiðir Guð
okkur aftur til sjálfra okkar.

Blíðar kveðjur, Auður

By |15 febrúar 2016 21:31|Dagleg trú|

Ég mun leiða ykkur aftur til gleði ykkar

Það er undursamlegt sem þeir skrifa spámennirnir Jesaja og Jeremía.
Þeir skrifa að Guð muni alltaf halda vináttu sinni við okkur. Og þegar
við erum svo uppgefnar að við finnum eiginlega ekki vináttu við
sjálfar okkur og gætum hugsað okkur að vera einhverjar aðrar eða að
minnsta kosti að gera eitthvað annað þá heldur Guð okkur fast. Hún
sýnir okkur að það er einmitt best fyrir okkur að vera það sem við
erum. Af því að við erum yndislegar manneskjur, Af því að við
erum vinkonur hennar.

Blíðar kveðjur, Auður Eir

By |10 febrúar 2016 21:31|Dagleg trú|

Afmælisguðþjónusta Kvennakirkjunnar í Neskirkju

Afmælisguðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í Neskirkju sunnudaginn 14. febrúar kl. 14:00.  Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar. Ragnhildur Ásgeirsdóttir syngur og  Aðaheiður Þorsteinsdóttir stjórnar söng með Kór Kvennakirkjunnar

Kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti fá alúðarþakkir.

By |10 febrúar 2016 21:12|Fréttir|

Fögnum í daglegri trú okkar

Við í Kvennakirkjunni höldum áfram að standa á okkar stað, mildar og máttugar og öruggar og glaðar í undursamlegri kristinni trú okkar, alveg eins og öll hin sem starfa þar og fagna.  Við höfum talað um að boða trú okkar með því að lifa hana í hverjum deginum eftir annan.   Í ró og framtakssemi, trúfesti og glaðlyndi höldum við áfram að vera kristniboðar í daglegu lífi okkar.

Blíðar kveðjur,  Auður Eir

 

 

By |23 janúar 2016 21:26|Dagleg trú|

Finndu þína eigin möguleika og notaðu þá – Námskeið Kvennakirkjunnar

FINNDU ÞÍNA EIGIN MÖGULEIKA OG NOTAÐU ÞÁ – vert ´ekki að væflast en vertu það sem þú ert

Næsta námskeið Kvennakirkjunnar eru Sex mánudagar með Hrund og Lauru, Öllu, Arndísi og Auði og samtali og samvinnu alls hópsins

Dr. Hrund Scheving Thorsteinsson og Laura Scheving Thorsteinsson eru hjúkrunarfræðingar sem tala um hvernig við getum nýtt okkur í daglegu lífi ýmislegt úr kenningum og hugmyndum um tilfinningagreind, núvitund og jákvæða sálfræði.

Alla er tónlistarstjóri Kvennakirkjunnar og Arndís og Auður prestar Kvennakirkjunnar þær tala um blessun þess að syngja sálm á dag, þakklætið og samtalið við Guð.

Við tölum svo allar saman um að setja okkur markmið.

Námskeiðið verður í Þingholtsstræti 17  frá klukkan hálf fimm til sex frá  25. janúar til 29. febrúar.  Það er næstum ókeypis – kostar bara 6000 krónur.

Vertu velkomin og við fögnum þér og því sem þú vilt gefa og þiggja.

By |21 janúar 2016 20:14|Fréttir|

Störfum og fögnum

Lítum  yfir sameiginlegt starf okkar í Kvennakirkjunni, bæði þess sem við höfum gert og þess sem við ætlum að gera.  Nú eru miklar sviptingar í umræðunni um kristna trú og um þjóðkirkjuna sem boðar hana.  Það er ekki bannað að tala illa um kirkjuna og trúna.  Það hefur alltaf verið  gert.  Eins og það hefur alltaf verið fólk sem hugsaði og talaði og vann í trú sinni og samveru kirkjunnar.  Við erum í hópnum, þeim stóra hópi. Yndislegt  Stöndum saman og gleðjumst.

Blíðar kveðjur,  Auður Eir

By |20 janúar 2016 21:25|Dagleg trú|