About Arndis

This author has not yet filled in any details.
So far has created 454 blog entries.

Enn meira af ráðningarsamningnum í Guðsríkinu

Njóttu þess sem þú gerir og gerðu það vel

Guðsríkið er í daglegu lífi þínu.

Láttu þér þykja vænt um fólk

Guð elskar þetta fólk og vill að fyrirtækið sýni það.

Úr bók Kvennakirkjunnar: Vertu leiðtogi í þínu eigin lífi.  Með blíðum kveðjum,  Auður Eir

By |10 október 2016 20:18|Dagleg trú|

Við vitum hvert við ætlum

Við vitum hvert við ætlum og hvað við ætlum að gera. Ákveðum hvað fær að vaxa í okkar eigin garði. Gerum það upp við okkur hvað við leggjum rækt við, hvað við reynum að þroska og efla innra með okkur til að eiga frjósaman og fallegan garð, garð okkar eigin huga. Sjáum tækifærin í aðstæðum okkar og lifum lífinu núna, því það er best.

Með bestu kveðjum,  Sigrún Gunnarsdóttir

By |6 október 2016 20:17|Dagleg trú|

Samsonarsagan er aldeilis saga handa okkur

Svona saga eins og sagan um Samson er til að hjálpa. Hún segir. Svona fór fyrir honum. Hann gleymdi sér. Hann hélt að hann ætti mátt sinn og réði honum. Hann gleymdi Guði.

Láttu það ekki henda þig. Það eigum við að læra. Þú hefur tíma til að breyta á annan hátt.

Nú skalt þú skoða þinn gang, ekki leggja það á þig að bera allt sjálfur eða sjálf. Guð er hvort sem er sá sem ræður og ræður við allt. Leggðu þig í hans hönd.

Þessar sögur, sem eru fleiri í Biblíunni, eru af breysku, venjulegu fólki , eins og okkur, fólki sem Guð ann.

Þær eru sagðar til að gefa kjark og minna á að það er aldrei of seint að snúa við á brautinni, fyrirgefa í stað þess að hata, grafa sárindi en byggja upp í staðinn.

Það er tími til að vera sú manneskja sem Guð ætlaði.

 

Með bestu kveðjum,  Dalla Þórðardóttir

By |2 október 2016 20:16|Dagleg trú|

Meira um ráðningarsaminginn í Guðsríkinu

Fyrirgefðu þér allt, smátt og stórt.

Guð hefur fyrirgefið þér svo þetta er öruggt.

Leiðréttu það sem þú getur

Guð gefur þér kjarkinn og kærleikann til þess.

Úr bók Kvennakirkjunnar: Vertu leiðtogi í þínu eigin lífi.  Með blíðum kveðjum,  Auður Eir

 

By |28 september 2016 20:15|Dagleg trú|

Kristinn trú stillir kvíðann – Námskeið í Kvennakirkjunni

Mánudaginn 26. september,  frá hálf fimm til sex – 16.30 – 18 hefst nýtt námskeið í Kvennakirkjunni í Þingholtsstrætinu. Námskeiðið ber yfirskriftina: Kristin trú stillir kvíðann.
Námskeiðið stendur alveg til jóla og við verðum allar kennarar.
Kvíðinn er þrúgandi hvarvetna í þjóðfélaginu og við ætlum að tala saman um það  hvernig við ráðum við hann með því að nota kristna trú okkar. Við kennum sjálfar og lærum slökun og biðjum og syngjum og fáum gesti.

By |25 september 2016 19:22|Fréttir|

Njótum samveru og styrkjum þau sem við erum með

Gerum okkur grein fyrir hverjum við tilheyrum. Tökum ákvörðun um hverjum við viljum tilheyra. Njótum þess sem samvera okkar við aðra gefur og njótum að gefa af sjálfum okkur í samtali við aðra. Styrkjum aðra með framkomu okkar, leitum til annarra og tökum á móti styrk þeirra.

Með bestu kveðjum,  Sigrún Gunnarsdóttir

 

By |24 september 2016 20:14|Dagleg trú|

Hápunkturinn í Samsonarsögunni !

Eftir mörg ár í dýflissunni er náð í Samson. Filistar héldu mikla sigurhátíð og létu færa sér hann til að hæða hann,  blindan en með hármakka. Og þá ákallar hann Guð,  segir  ” minnstu mín í þetta eina skipti”.    Hann fálmar í burðarsúlurnar, neytir allra krafta   –   og þær gefa eftir !!!    Þakið, sem er þéttsetið fólki fellur og á alla veislugesti, mörg þúsund manns, sem þar lifa sinn síðasta dag.

Bestu kveðjur,  Dalla Þórðardóttir

By |21 september 2016 20:14|Dagleg trú|

Fyrsta messa haustins er í Grensáskirkju

Sunnudaginn 25. september verður fyrsta messa haustins hjá Kvennakirkjunni   í Grensáskirkju klukkan 20 og eins og ævinlega er kaffi á eftir. Auður predikar og Alla stjórnar söngnum og Arndís stjórnar messunni. Ragnhildur Ásgeirsdóttir syngur.Við höfum nú snúið okkur aftur að kvöldmessum eins og margar hafa óskað og hlökkum til að sjá ykkur !

By |17 september 2016 19:21|Fréttir|

Haustferð til Selfoss

Kvennakirkjan leggur í Haustferð til Selfoss laugardaginn 24. september.  Förum frá BSÍ kl. 11 og röðum okkur í bílana hjá þeim sem keyra. Drekkum kaffi og förum í búðir og göngum um götur.Heimsækjum séra Guðbjörgu í kirkjuna og höfum helgistund. Setjumst og fáum okkur veitingar og tölum saman um starfið framundan.

By |12 september 2016 21:32|Fréttir|

Tölum saman um það hvernig við tölum saman

Hittumst og tölum saman um það hvernig við tölum saman.

Boðað er til samræðu- og fræðslufundar mánudaginn 19. september kl. 16:00-17:30 á fjórðu hæðinni á Biskupsstofu, en það er í samræmi við hugmyndina sem kom upp í 40 ára vígsluafmæli sr. Auðar Eir. Örþingsnefnd kirkjunnar, FPK og Kvennakirkjan munu standa að þessum fundum sem áætlað er að hafa 1 x í mánuði. Yfirskrift fyrsta fundarins er: Hvernig tölum við saman ?
sr. Jóhanna Magnúsdóttir flytur erindi á þessum fyrsta fundi okkar og á eftir verða umræður og kaffitár. Sveinbjörg Pálsdóttir sér um að hafa stjórn á okkur, og svo tölum við saman.

By |10 september 2016 11:04|Fréttir|