About Arndis

This author has not yet filled in any details.
So far has created 454 blog entries.

Hver er yfirskriftin yfir trú okkar?

Þetta sögðu konurnar sem hittast á mánudögum í Þingholtsstræti

Traust.  Hvíld.  Vissan um að Guð er með okkur og vinnur með okkur.                                                       Hún heyrir bænir okkar og við sjáum það strax eða seinna.                                                                     Það er að taka eftir bænheyrslum án þess s að heimta að þær verði eins og við viljum.                           Það er að vera opnar fyrir anda Guðs og laða að okkur það sem er gott.                                                Það er að hugsa ekki neikvæðar hugsanir heldur jákvæðar.                                                                     Það er að láta trúna koma fram í því sem við gerum.                                                                                   Það er sjá að Guð er með okkur í öllum samskiptum okkar við annað fólk, góðum og flóknum.           Það er að sjá […]

By |6 desember 2016 20:51|Dagleg trú|

Fréttir af samstarfi

Annar fundurinn  sem við höldum með Félagi prestvígðra kvenna og Örþingsnefnd þjóðkirkjunnar var mánudaginn 21. nóvember kl. 16.30 og þá fara námskeiðskonur okkar þangað og taka þátt í umræðunum.

Agnes biskup og Steinunn Arnþrúður prestur  í Neskirkju kenndu okkur aðferðir til að ná niðurstöðum á fundum.  Það var frábært og friðsælt og gott að sitja saman í loftstofunni á Biskupsstofu. Í janúar kemur Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarkona og segir frá málverkasýningu sinni sem er nú í Neskirkju.

By |5 desember 2016 20:50|Fréttir|

Gleðilega aðventan

Ég fór að hlusta á Margréti Bóasdóttur söngmálastjóra kirkjunnar segja frá jólasálmum í ýmsum löndum.  Það kom fram að hér væru aðventusálmar mun stillilegri í gleðinni en í ýmsum öðrum löndum.

Hvað segirðu um það?  Kannski bara.  En það er alveg óþarfi og við skulum alla vega vera glaðlegar bæði í aðventumessunni og öllu öðru. Þó það nú væri enda erum við jafnan glaðlegar í fasi og huga.  Eða finnst þér það ekki líka?

Við vitum mætvel að aðventan er tími tilhlökkunarinnar.  Við hlökkum til jólanna og hvað sem hver segir um amstrið og hégómann er þetta yndislegur tími og við getum hagað amstrinu eins og við viljum og við þurfum ekki að hafa nokkurn hégóma hjá okkur.   Hlökkum bara til.

Enda eigum við það undursamlega tilhlökkunarefni að heyra fagnaðarerindið um að Guð er komin til okkar og orðin ein af okkur en enn yndislegri og trúfastari en við.  Hún kom til að gefa okkur gleði og frið, létta af okkur fáránlegum hugsunum og gera okkur bjartsýnar og glaðværar, þrautseigar og þolinmóðar og allt sem við þurfum í mismunandi dögunum.  Við treystum henni og gleðjumst í hjarta okkar og verðun okkur og öðrum til góðs.

Blíðar kveðjur, Auður

By |30 nóvember 2016 20:47|Dagleg trú|

Aðventuguðþjónusta í Dómkirkjunni

Aðventuguðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í Dómkirkjunni 4. desember kl. 20:oo . Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar. Við syngjum glaðlega jólasálma við kertaljós með Aðalheiði Þorsteinsdóttur og kór Kvennakirkjunnar. Aðventukaffi á kirkjulofti eftir messuna og meðlæti vel þegið. Verum hjartanlega velkomnar – enda erum við allar ómissandi.

 

 

By |30 nóvember 2016 20:33|Fréttir|

Umræðufundur á biskupsstofu 21. nóvember

Önnur samkoma/umræðufundur FPK, Kvennakirkjunnar og Örþingsnefndar kirkjunnar. verður Mánudaginn 21.nóvember kl. 16:30 á  4.hæð á Biskupsstofu

Hvernig tölum við saman? Hvaða leiðir eru til samstöðu?
Agnes M. Sigurðardóttir biskup og Steinunn A. Björnsdóttir prestur fjalla um consensus aðerðina til fundarstjórnar, sem notuð hefur verið af Alkirkjuráðinu.  Gerðar verða nokkrar léttar og skemmtilegar æfingar í samstöðu-fundarstjórn.

By |20 nóvember 2016 16:54|Fréttir|

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar í Seltjarnarneskirkju

Sunnudaginn 13. nóvember verður guðþjónusta í Seltjarnarneskirkju kl. 20.Séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn predikar. Við syngjum og syngjum alla messuna með okkar kæru Aðalheiði Þorsteinsdóttur og kór Kvennakirkjunnar

Drekkum kaffi á eftir í safnaðarheimilinu og þær sem sjá sér fært að færa góðgæti fá alúðarþakkir.

By |9 nóvember 2016 16:00|Fréttir|

Traustið og hvíldin í trúnni

Við styrkjum hver aðra í trú okkar svo að við finnum alltaf að trúin er raunveruleiki daganna.  Það er yndislegt eins og við allar vitum og gerir dagana einn eftir annan að góðum dögum.

Erfiðir dagar verða líka góðir í hjálpinni sem Guð gefur okkur. Það er mikil gjöf að komast í gegnum erfiðleika, það sem er óvænt og það sem við vildum að gerðist ekki.  Við vitum af reynslunni að það gerist alltaf eitthvað í þá áttina við og við. Þeim mun gleðilegra er að eiga friðsama daga og skemmtilega daga og daga sem færa okkur óvænta gleði.

Við hittumst í Þingholtsstræti á hverjum mánudegi og tölum um trú okkar.  Eitt skiptið bað ég þær í hópnum að segja hvernig þær lýstu trú sinni.  Þær sögðu:

Traust.  Hvíld.  Vissan um að Guð er með okkur og vinnur með okkur.  Hún heyrir bænir okkar og við sjáum það strax eða seinna.   Það er að taka eftir bænheyrslum án þess að heimta að þær verði eins og við viljum.  Það er að vera opnar fyrir anda Guðs og laða að okkur það sem er gott.  Það er að hugsa ekki neikvæðar hugsanir heldur jákvæðar.  Það er að láta trúna koma fram í því sem við gerum.

Það er að sjá að Guð er með okkur í öllum samskiptum okkar við annað fólk, góðum og flóknum.  Það er að sjá hvað það er yndislegt að það er nóg í trú okkar að eiga Guð.  Það er að sjá aðGuð er alltaf að skapa.  Hún brallar svo, eins og Steinunn okkar Pálsdóttir segir.

Blíðar kveðjur,  Auður

By |9 nóvember 2016 15:57|Dagleg trú|

Nú er okkar tími

Við eigum  tækifæri til að vera frjór jarðvegur, sem tekur við orði Guðs og lifir eftir

því. Skoðið þið ekki stundum gömul myndaalbúm?  Þegar fáir áttu myndavélar, var vandað til þess þegar taka átti mynd; fólkið í húsinu er komið undir suðurvegg, auðvitað valinn blíður sumardagur. Stundum er myndin frá fermingardegi eða öðrum hátíðardegi.En stundum hefur hún verið tekin á virkum degi, húsfreyjan og stúlkurnar enn með svunturnar, karlmenn á skyrtunni,  amma heldur á yngsta barninu, sem pírir augun við sólskini og framtíð.

Öll frátekin. Öll með sérstakt hlutverk og stað í tilverunni. Það er dygð að skila sínu hlutverki og vera trú eða trúr því sem manni er falið.

 

Með bestu kveðjum,  Dalla Þórðardóttir

By |18 október 2016 20:26|Óflokkað|

Það sem við hugsuðum við Þvottalaugarnir í Laugardalnum

Þegar við hittumst við Þvottalaugarnar í Laugardalnum vorum við í grónum og friðsælum garði. Garðurinn er líka svið merkilegrar sögu og kraftar náttúraflanna ólga undir. Hér er svið atvinnusögu kvenna, um dugnað og þrautseigju. Þær komu hingað með þungar byrðar og vinnan var erfið og hættuleg. Aðstæður voru einstakar og við sjáum fyrir okkur að stundirnar hafi líka verið góðar og samstaða og vinátta á milli kvennanna.

Leyndarmál lífsgæðanna eru í samskiptum okkar hver við aðra, í skilningi og samstöðu. Sýnt hefur verið að hamingja fólks vex með góðum samskiptum. Hamingjan mælist mest þegar fólk fæst við eitthvað sem skiptir það verulega miklu máli, eitthvað sem hefur merkingu og tilgang.

Með bestu kveðjum,  Sigrún Gunnarsdóttir

By |14 október 2016 20:19|Dagleg trú|

Guðþjónusta í Neskirkju

Guðþjónusta verður í Neskirkju sunnudaginn 16. október kl. 20:00.  Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir  predikar – Anna Sigríður Helgadóttir syngur og við syngjum allar. mikið og glaðleg. Aðalheiður Þorsteinsdóttir leiðir sönginn með kór Kvennakirkjunnar.

Drekkum kaffi á eftir og þær sem sjá sér fært að koma með meðlæti fá alúðarþakkir.

By |13 október 2016 18:29|Fréttir|