Bænadjass Kvennakirkjunnar í Laugarneskirkju
Næsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar verður Bænadjass í Laugarneskirkju 15. október kl. 20:00. Aðalheiður, Anna Sigga og við allar flytjum saman bænamessu með djassívafi. Drekkum kaffi á eftir í safnaðarheimilinu og þær sem sjá sér fært að færa okkur góðgæti fá alúðarþakkir. Verið öll hjartanlega velkomin !