About Arndis

This author has not yet filled in any details.
So far has created 454 blog entries.

25 ára afmælismessa Kvennakirkjunnar

25 ára afmælismessa Kvennakirkjunnar verður haldin í Neskirkju við Hagatorg sunnudaginn 18. febrúar kl. 20. Séra Agnes M. Sigurðardóttir biskup, séra Elína Hrund Kristjánsdóttir, séra Jóhanna Gísladóttir og séra Ninna Sif Svavarsdóttir tala ásamt prestum Kvennakirkjunnar. Anna Sigríður Helgadóttir syngur einsöng og Aðalheiður Þorsteinsdóttir sér um tónlist kvöldsins. Kvennakirkjukonur í 25 ár eru sérstaklega boðnar til að halda upp á tímamótin. Afmæliskaffi í safnaðarheimilinu.

By |13 febrúar 2018 20:03|Fréttir|

Nýtt ár – Guðþjónusta í Seltjarnarneskirkju 14. janúar kl.20

Gleðilegt nýtt ár í Kvennakirkjunn. Fyrsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar á nýju ári verður 14. janúar kl:20 í Seltjarnarneskirkju. Við Sitjum í hring og biðjum og syngjum saman.  Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar sálmum okkar með kór Kvennakirkjunnar og  Ragnhildur Ásgeirsdóttir syngur einsöng.  Anna Guðmundsdóttir er kaffimóðir og þær sem sjá sér fært að færa góðgæti fá alúðarþakkir.

Verum allar innilega hreint velkomnar og komum allar sem getum

By |10 janúar 2018 15:59|Fréttir|

Námskeiðin hefjast aftur í Kvennakirkjunni

Námskeiðin eru byrjuð eftir áramótin.  Hittumst í Þingholtsstræti 17 mánudaginn 8. janúar klukkan hálf fimm og verðum saman til klukkan sex.  Umræðuefnið er verulega spennandi. Það eru hugmyndir Kólossubréfsins um gleði og traust daga okkar.  Ekkert smá. Hitum kaffi og tölum saman og vertu hjartanlega velkomin.  Komdu endilega.

By |6 janúar 2018 23:02|Fréttir|

Jólaguðþjónusta Kvennakirkjunnar

Jólaguðþjónusta Kvennakirkjunnar verður í Háteigskirkju miðvikudagskvöldið 27. desember klukkan 20.

Séra Arndís G. Bernhardsdóttir Linn predikar.  Björg Brjánsdóttir leikur á flautu.  Aðalheiður Þorsteinsdóttir leikur á píanó og stjórnar jólasálmum með kór Kvennakirkjunnar.  Jólakaffi í safnaðarheimilinu eftir messu.

By |21 desember 2017 17:42|Fréttir|

Gleðilega aðventu !

Ég fékk bók eftir konu sem er doktor í guðfræði í Svíþjóð. Bókin ersamtal hennar og Guðs og mér fannst hún frábær. Hún hugsar sér að Guð segist alls ekki vera almáttug og við þurfum ekki að kenna sér um ófarir heimsins og okkar sjálfra því hún hafi gefið okkur frelsið til að stjórna eigin lífi. Ófarirnar stafa af því að við völdum ekki hana heldur okkur sjálf og það olli henni miklum vonbrigðum og sársauka. Kannski var það bjartsýni sem ég átti aldrei að hafa að gera þetta svona. En ef þið eruð ekki frjáls eruð þið ekki manneskjurnar sem ég skapaði. Sagði Guð. Og segir skýrt og greinilega að hún elski okkur og hafi alltaf gert og munialltaf gera og við skulum aldrei efast um það.

Þetta þótti mér gaman að lesa. Af því að ég gæti ekki hugsað mér að leggja Guði þetta í munn. Ég er handviss um að hún er algjörlega almáttug og tekur þátt í öllu okkar lífi frá einum  morgni til annars. Og þjáist með okkur þegar við ráðum hvorki við eitt né annað. Og gleðst þegar við gerum það nú samt. Sem ersvo oft.

Hvað segir þú? Njótum aðventunnar í trú okkar á Guð, okkur og hin og finnum frið og gleði í trausti okkar til Guðs vinkonu okkar sem kom til okkar og var Jesús frelsari okkar. Það er nefnilega svoleiðis. Alveg áreiðanlega. Og Guði sé lof fyrir það.

Gleðilega aðventu, Auður

By |6 desember 2017 19:04|Dagleg trú|

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar á aðventu

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar á aðventu verður sunnudaginn 10. desember kl. 20 í Dómkirkjunni í Reykjavík.

Við önnumst guðþjónustuna í sameiningu í friði kirkjunnar, hljómlist og kertaljósi og hugleiðum
styrk fyrirgefningarinnar og möguleika hennar í dögum okkar.

Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar undir jólasálma og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar.

Anna Guðmundsdóttir hitar okkur kaffi og súkkulaði á kirkjulofti og þær sem sjá sér fært að koma með góðgerðir fá alúðar þakkir.

By |6 desember 2017 18:56|Fréttir|

Bókakynning í Kvennakirkjunni mánudaginn 4. desember

Bókarkynning verður í Kvennakirkjunni á mánudaginn 4.  desember í Þingholtsstrætinu.

Móðir, missir, máttur er nýkomin bók eftir þrjár konur í Vestmannaeyjum,  Þórönnu Margréti Sigurbergsdóttur, Veru Björk Einarsdóttur og Oddnýju Garðarsdóttur.  Þær segja frá sorginni við sonamissi og styrk kristinnar trúar.  Oddný kemur til okkar og segir frá samtölum þeirra sem urðu að bókinni sem Skálholtsútgáfan gefur út.  Samveran verður í stofum okkar í Þingholtsstræti 17 og hefst klukkan hálf fimm og lýkur klukkan sex.  Mikið væri gaman að fá þig með.  Við hitum súkkulaði handa þér og ekki má nú minna.

By |2 desember 2017 18:43|Fréttir|

Hvíld fyrirgefningarinnar í Messu í Grensáskirkju

Messa verður í Grensáskirkju kl. 20 12. nóvember. Í guðþjónustunni fjöllum við um Hvíld fyrirgefningarinnar, það undursamlega boð Jesú að fá að fyrirgefa sjfálfum okkur af því að Guð vinkona okkar fyrirgefur okkur.   Ragnhildur Ásgeirsdóttir segir frá trú sinni og leiðir okkur í þakkarstund fyrir blessun fyrirgefningarinnar og við höfum bænastund með bænum okkar allra.    Aðalheiðuir Þorsteinsdóttir stjórnar sálmum okkar með Kór Kvennakirkjunnar og séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar.

Við drekkum kaffi og spjöllum saman í lokin.  Velkomin og ykkur verður stórlega fagnað.

By |3 nóvember 2017 18:30|Fréttir|

Hljómsveitin Eva kemur og talar á námskeiði Kvennakirkjunnar

Í dag 23. október kl. 16:30 koma Sigga og Vala úr hljómsveitinni Evu á námskeið Kvennakirkjunnar í Þingholtsstrætið. Þær héldu nýlega glæðingamessu, þar sem þær fóru nýjar leiðir í helgihaldi og héldu óhefðbundna messu í Langholtskirkju. Þær koma og ræða við okkur um gjörninginn og trúna. Einstaklega spennandi samræður. Þú ert velkomin !

By |23 október 2017 8:58|Fréttir|

Trúboð

Það er talað um tregðu fólks til að sækja kirkju. Og beina andstöðu við kristna trú. Og skeytingarleysi. Kirkjufólkið spyr hvert annað hvað við eigum til bragðs að taka. Ég veit að í útlendum kirkjum eru haldnar ráðstefnur til að tala saman um það hvað sé hægt að gera til að fá fólktil að koma.

Ég hef mína skoðun á málinu og hef haft hana lengi. Ég veit ekki hvortþú ert sammála og það er ekkert víst. En hún er svona:

Fólk ræður hvað það hugsar og segir og hvert það fer til að sækja sér gleði og uppörvun eða huggun og ráð eða hvað sem það leitar að. Ég þarf að undirbúa það sem ég ætla að segja með frásögu úr kirkjunni.

Þegar Lúter fór að predika varð vakning. En bara hundrað árum seinna var kirkjan sigin í deyfð og sinnuleysi. Þá var prestur í Strassborg sem hét Filip Jakob Spener, Hann velti því fyrir sér hvernig væri hægt að  fá fólk til að koma. Honum datt í hug að safna þeim saman sem höfðu  áhuga svo að þau gætu beðið saman og lesið Biblíuna og talað um trú sína. Hann gerði það og brátt hófst ný vakning með nýjum áhuga og gleði.

Ég held við ættum að hafa þetta ráð og það muni takast eins og þá. Þess vegna held ég að við skulum halda áfram að halda saman í trú okkar,  hittast eins og við getum, en biðja líka hver fyrir sig og lesa Orðið og lifa í glaðlegri trú okkar. Það eru margir hópar í kirkjunni eins og hópur okkar í Kvennakirkjunni. Þeir eru allir uppspretta kristinnar trúar sem umfaðmar og styrkir og gleður. Ég held að þessir góðu og yndislegu hópar séu besta leiðin […]

By |13 október 2017 18:09|Dagleg trú|