About Arndis

This author has not yet filled in any details.
So far has created 454 blog entries.

Við lesum Biblíuna

Við ætlum nú að hafa biblíulestra á dagskrá okkar til vors en kannski stinga einu og öðru inn á milli eins og við gerum oft.  Allt eftir því sem við viljum.

Biblían er undirstaða kristinnar trúar og þess vegna allrar kirkjunnar fyrr og síðar um víða veröld.  Biblían er alltaf prentuð og alltaf rifin út. Sjálfar höfum við sagt frá því að við höfum ævinlega fundið uppörvun okkar í Biblíunni, í stríði og friði.  Við vitum að við erum í milljónahópi þegar við segjum það.  Biblían er alltaf metsölubók.

Kirkjan hefur alltaf endurlífgast með því að safna sér saman til biblíulesturs.  Hin mikla trúarvakning Lúters varð vegna rannsóknar Lúters á Biblíunni.  Þar fann hann grundvöll lífs síns sem var sá að við finnum frið okkar í trúnni á Guð en ekki í okkar eigin hugmyndum og verkum.  Við réttlætumst af náð, voru lausnarorðin.  Af náð en ekki af verkum.  Þess vegna, vegna náðarinnar skulum við leggja okkur í  framkróka til að gera verk okkar vel.  Sagði Lúter.

Þegar hin mikla vakning siðbótarinnar hafði endurlífgað sviðið í 100 ár kom afturkippur í starfið.  Það er auðveldara að hefja verk en halda því við.  Siðbóðtin var fallin í form og gleðin þornuð.  Það þurfti að  gera eitthvað.  Hvað átti að gera?  Það sem þurfti að gera og var gert var þetta:   Siðbótarfólkið safnaðist saman til að lesa Biblíuna.

Hann hét Jakon Spener sem tók af skarið.   Hann bjó í Strassborg.  Og þegar siðbótarfólkið hélt áfram biblíulestri sínum og samkomum varð ný og öflug vakning sem barst með mikilli gleði um Evrópu og Ameríku.

By |15 febrúar 2019 18:56|Dagleg trú|

Kvennakirkjan á afmæli! Messa í Neskirkju

Afmælisveisla Kvennakirkjunnar verður í Neskirkju sunnudagskvöldið 17. febrúar kl. 20.
Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar
Anna Sigríður Helgadóttir syngur sálma
Aðalheiður Þorsteinsdóttir lætur okkur allar syngja

Kaffi á eftir – Þær sem sjá sér fært að færa góðgerðir fá alúðarþakkir

By |15 febrúar 2019 18:45|Fréttir|

Slökun á mánudag

Á fund okkar næst komandi mánudag, 4. febrúar, kemur Guðrún Ólafsdóttir tannlæknir og kennir okkur að slaka tungunni.  Þetta eru mikil vísindi og heilsubót sem hún segir okkur frá og æfir okkur í.  Komum nú allar sem getum og öflum okkur heilsubótar og gleði af samfundinum.

Þetta er kluklkan hálf fimm í Þingholtsstræti 17 á jarðhæð.  Við hitum kaffi.

By |2 febrúar 2019 22:07|Fréttir|

Persónuverndarfulltrúi Biskupsstofu kemur í heimsókn í Kvennakirkjuna.

Næstkomandi mánudaginn, 28. janúar  kemur Brynja Dögg Guðmundsdóttir Briem lögfræðingur og persónuvendarfulltrúi Biskupsstofu í heimsókn til okkar í Kvennakirkjuna og fjallar um nýju persónuverndarlögin.  Námskeiðið verður í Þingholtsstrætinu og hefst kl.16:30. Allir sem áhuga hafa eru velkomnir.

By |26 janúar 2019 21:13|Fréttir|

Gleðilegt 2019

Gleðilegt 2019

Já, Guð gefi þér gott ár með gleði,  heilsu og hamingju. Með hugarró, kjarki og auðmýkt,  Með öllu sem þú þarft til að lifa lífinu dag  eftir dag í trú þinni og trausti til Guðs. Já, það byrjar allt með trú okkar og trausti til Guðs.  Þá kemur hugarróin og jafnvægið, gleðin og allt annað gott.

Þetta ár færir okkur samstarf við Guð eins og öll hin árin. Við skulum hugsa um það.  Við skulum hugsa um tækifærið sem Guð gefur okkur til að taka þátt í hennar eigin áformum
fyrir líf okkar.  Hún hefur áform um okkur.

Ég legg fyrir þig lífið og dauðann, segir Guð  í 5.Mós. 30.19.  Og svo segir hún:  Veldu þá lífið.

Við eigum kostinn.  Við megum velja.  Við megum velja það dag eftir dag að bera áform okkar upp við Guð og hlusta á hana svara.  Við megum treysta því að hún styður okkur alltaf til að taka góðar og réttar ákvarðanir um hugsanir okkar og framkvæmdir svo að við treystum sjálfum okkur til að gera líf okkar gott og bjart.
Hún og við.  Dag eftir dag.  Allt þetta nýja ár.

Gleðilegt ár,  Auður

By |8 janúar 2019 20:03|Dagleg trú|

Guðþjónusta í Hallgrímskirkju sunnudaginn 13. janúar kl.20

Fyrsta guðþjónusta Kvennakirkjunnar þetta árið verður í Hallgrímskirkju, sunnudaginn 13. janúar kl. 20. Séra Yrsa Þórðardóttir predikar og hún og Elín Þöll Þórðardóttir syngja sálma
Aðalheiður Þorsteinsdóttir leikur undir sálmasöng okkar allra
Drekkum kaffi og spjöllum saman. Þær sem sjá sér fært að færa kaffibrauð fá alúðarþakkir

By |8 janúar 2019 19:40|Fréttir|

Jólaguðþjónusta í Háteigskirkju

Jólaguðþjónusta Kvennakirkjunnar verðu að venju í Háteigskirkju fimmtudaginn 27. desember klukkan 20.
Séra Arndís  G. Bernhardsdóttir Linn predikar
Anna Sigríður Helgadóttir syngur
Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar sálmasöng í ljósadýrð
Jólakaffi

By |23 desember 2018 22:33|Fréttir|

Uppáhalds jólasálmurinn?

 

Jólasálmarnir eru okkur kærir.  Þeir auðga líf okkar:  Opna okkur fyrir nálægð Guðs og fylla okkur kærleika og von.     Við spurðum nokkrar konur í Kvennakirkjunni um hver væri þeirra uppáhalds jólasálmur?  (Hægt er að smella á nöfn sálmanna til að sjá texta þeirra.)

      Aðalheiður Þorsteinsdóttir organisti hvað hann vera sálminn nr. 94 í Sálmabókinni:  Jesús þú ert vort jólaljós

      Frú Agnes M. Sigurðardóttir Biskup Íslands og Sigríður Magnúsdóttir sálmaskáld voru á sama máli um að uppáhalds jólasálmurinn þeirra væri sálmur nr.78 í Sálmabókinni:  Í dag er glatt í döprum hjörtum   Jafnframt sagði Sigríður að á seinni árum hefði hún fengið mikið dálæti á undurfallegum texta sr. Hjálmars Jónnssonar:  Á dimmri nóttu bárust boð sem er númer 564

     Anna Sigríður Helgadóttir söngkona  segir að Hátíð fer að höndum ein sé í miklu uppáhaldi hjá henni en hann er númer 722 í Sálmabókinni.

     Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn hvað uppáhalds jólasálmurinn sinn vera aðventusálmurinn:  Kom þú , kom vor Immanúel sem er nr.70 í Sálmabókinni   og fast á hæla honum komi sálmurinn nr.81:  Guðs kristni í heimi.

     Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir og Kristín Ragnarsdóttir gjaldkeri Kvennakirkjunnar voru á sama máli um að uppáhalds jólasálmurinn þeirra væri sálmur númer 82 í sálmabókinni:  Heims um ból

     Elísabet Þorgeirsdóttir stjórnarkona í Kvennakirkjunni heldur mikið upp á sálm Stefáns frá Hvítadal nr. 74 í Sálmabókinni:  Gleð þig særða sál.  Lagið er eftir Sigvalda Kaldalóns .  Þessi sálmur er einnig í miklu uppáhaldi hjá Kristínu.

     Sr. Hulda Hrönn M. Helgadóttir metur mest sálminn nr.75:  Ó Jesúbarn, þú kemur nú í nótt  .  Næstur í röðinni er Himnarnir opnast.  Textinn er eftir Björgu Þórhallsdóttur og Karl Bendsen við erlent lag.  Hann er ekki í sálmabókinni en hægt að sjá […]

By |22 desember 2018 0:22|Fréttir|

Jólahugleiðing frá Huldu Hrönn M. Helgadóttur

Jólahugleiðing 2018

Töfrar jólanna birtast okkur í kærleikanum – kærleika Guðs til okkar mannanna sem sýnir sig í gjöfinni í jötunnni.  Barnið okkar er fætt, frelsari heimsins.  Þegar við krjúpum við jötuna og horfum á barnið, á kærleiksgjöfina þá víkja neikvæðar tilfinningar fyrir nálægð Guðs.  Kærleikur Guðs hefur áhrif á okkur og umfaðmar okkur og hefur heilsusamleg áhrif, því ástin er læknandi afl, opnandi og lækkar varnarmúrana og blóðþrýstinginn ku víst líka og eykur dopamine.  Óttinn er hins vegar lokandi afl, aðskilur okkur frá öðrum.  Með því að komast framhjá óttanum getum við tekið á móti gleðinni – jólafögnuðinum.  Það gerist með kærleikanum.  Við þiggjum kærleika Guðs, hvílum í honum og leyfum honum að næra og uppbyggja hjörtu okkur.  Já vera lausnina og hið frelsandi afl í lífi okkar.   Síðan gefum við kærleikann til baka með því að umfaðma aðra í kærleika.

Verið óhrædd, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð sem veitast mun öllum lýðnum:  Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn.  (Lúkas 2.10-11) 

Blessun

Megi gæfan þig geyma,

megi Guð þér færa sigurlag.

Megi sól lýsa þína leið,

megi ljós þitt skína sérhvern dag.

Og bænar bið ég þér,

að ávallt geymi

þig Guð í hendi sér.

(Írsk blessun, Bjarni Stefán Konráðsson þýddi)

 

Sálmur 75

Ó, Jesús, barn, þú kemur nú í nótt,

og nálægð þína ég í hjarta finn.

Þú kemur enn, þú kemur undra hljótt,

í  kotin jafnt og hallir fer þú inn.

 

Þú kemur enn til þjáðra´ í heimi hér

með huggun kærleiks þíns og æðsta von.

Í gluggaaleysið geisla inn þú ber,

því guðdómsljóminn skín um mannsins son.

 

Sem ljós og hlýja´ í hreysi dimmt og kalt

þitt himneskt orð burt máir skugga´og synd.

Þín heilög návist helgar mannlegt allt, –

í hverju barni sé ég þína mynd.

                          (J. J. Smári)

By |16 desember 2018 18:16|Dagleg trú|

Guðþjónusta Kvennakirkjunnar í stofum okkar í Þingholtsstræti

Guðþjónusta Kvennakirkunnar verður sunnudaginn 2. desember kl. 20 í stofum okkar í Þingholtsstræti 17. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir predikar og Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar sálmasöng

Anna Guðmundsdóttir er kaffimóðir. Bökum vöfflur og hitum súkkulaði og njótum þess að vera saman.

By |27 nóvember 2018 20:04|Fréttir|